Venjuleg leturstærð Stækka texta Ljós texti á dökkum bakgrunni Veftré Prenta síðu

Unglingar

Þessi hluti vefsins er ætlaður nemendum í 6. til 10 bekk. Þar er að finna námsefni, verkefni og leiki af ýmsu tagi sem vonandi vekja áhuga nemenda.

Við erum svo heppin að til eru umferðarreglur sem segja til um hvernig við eigum að haga okkur í umferðinni. Mikilvægt er að kunna reglurnar og fara alltaf eftir þeim. Sé það ekki gert er hætta á að illa fari og slys eigi sér stað. Við vitum að með því að sýna varúð er hægt að koma í veg fyrir langflest umferðarslys. Þar getum við sjálf haft mikil áhrif.

Gott væri ef þið segðuð skólafélögum ykkar og vinum frá þessum vef: www.umferd.is Vonandi hafið þið bæði gagn og gaman af að heimsækja vefinn.