Venjuleg leturstærð Stækka texta Ljós texti á dökkum bakgrunni Veftré Prenta síðu

Kennarar og foreldrar

Þátttaka í umferð er órjúfanlegur hluti þess að vaxa og þroskast. Mikilvægt er að börn tileinki sér sem fyrst réttar og viðeigandi reglur um hegðun í umferð til að tryggja sem best öryggi þeirra. Að ýmsu þarf að huga þegar að skilgreina skal hvaða færni börn þurfa að búa yfir til að geta verið þátttakendur í umferð og fer það m.a. eftir aldri, þroska og umferðarumhverfi sem þau búa við.

Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að börn og fullorðnir hafa ólíkan skilning og skynjun á ýmsu sem tengist umferð.  Árangursríkasta leiðin til að kenna rétta hegðun í umferðinni er að tryggja að þekking á reglum, skilningur á mikilvægi þeirra og færni til að fara eftir þeim fari saman í kennslu.

Þessum hluta vefsvæðisins er ætlað að auka aðgengi kennara og foreldra að undirstöðuefni í umferðarfræðslu barna og unglinga á hverju stigi og vera safnvefur fyrir náms- og kennsluefni í umferðarfræðslu. Náms- og kennsluefnið hefur að mestu verið þróað og aðlagað af kennurum í Grundaskóla á Akranesi. Hafa þarf í huga að fræðsla um umferð tengist að miklu leyti því umferðarumhverfi sem börnin alast upp í og gæti þurft að aðlaga ólíkum aðstæðum.

Umferðarfræðsla er hluti af lífsleiknikennslu og vonandi eykst vegur hennar verulega á næstu árum fyrir tilstilli nýs fræðsluefnis og nýrra hugmynda um umferðarfræðslu í skólum.

Við vonumst til að vefurinn nýtist sem flestum sem koma að umferðarfræðslu, jafnt kennurum sem foreldrum.